Afnám virðisaukaskatts af áskriftum prent-, ljósvaka- og netmiðla getur orðið mikilvægt skref í átt að því að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla. Og um leið leiðrétta, þó ekki sé nema að litlu leyti, stöðuna gagnvart Ríkisútvarpinu.
Þetta skrifar Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, í grein sinni í Morgunblaðinu í dag. Ennfremur skrifar Óli Björn að afnám virðisaukaskattsins væri yfirlýsing um nauðsyn þess að leiðrétta samkeppnisstöðu á fjölmiðlamarkaði og gera hana örlítið sanngjarnari og heilbrigðari.