Vetrarsólstöður verða klukkan 16:28 í dag 21. desember. Þá er stysti dagur ársins á norðurhveli jarðar. Sólin er þá syðst og lægst á himinhvolfinu, dagurinn stystur en nóttin lengst fyrir íbúa á norðurhveli. Á Ísafirði rís sólin kl. 12:09 en sest kl. 14:51 svo fullrar birtu nýtur í tæpar þrjár klukkustundir. Á morgun lengist dagurinn um 11 sekúndur en dagurinn lengist hraðar þegar á líður.
Eins og nafnið bendir til þá eiga vetrarsólstöður sér andsvar í sumarsólstöðum. Þessar hátíðir hafa reyndar notið minni virðingar í seinni tíð borgarmenningar þar sem tengslin við náttúruna hafa minnkað. En þeir sem lifa í tengslum við náttúruna eru mjög meðvitaðir um þessa póla á hringferli ársins. Við hér á Íslandi erum líka nákomin þeim þar sem þeir tákna hámark skammdegisins og hinn endalausa dag sumarsins.
smari@bb.is