Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlunina sem samþykkt var í fyrra ekki hafa verið í neinu samræmi við fjármálaáætlun sem var samþykkt nokkrum mánuðum síðar. Í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun boðaði Sigurður Ingi frekari fjárframlög í samgöngur í þeirri fjármálaáætlun sem nú er í vinnslu.
Þegar fjárlagafrumvarpið birtist í síðustu viku var kynnt 1.500 milljóna króna viðbót til nýframkvæmda í vegagerð, frá fyrra frumvarpi. Það var hins vegar sleppt að nefna að gert væri ráð fyrir stórfelldum niðurskurði frá gildandi samgönguáætlun, sem Alþingi samþykkti haustið 2016.
Sigurður Ingi viðurkennir að þar með hljómi samgönguáætlunin frá í fyrra eins og marklaust óskaplagg þingsins. Hann bendir á að nú hafi munurinn á samgönguáætlun og fjárheimildum þó minnkað úr 13 milljörðum í rúma 7 milljarða.
smari@bb.is