Umhverfisráðherra fékk fyrsta fossadagatalið

Frá vinstri: Tómas Guðbjartsson, Ólafur Már Björnsson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Mynd: mbl.is / RAX

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is­ráðherra tók í dag við fyrsta ein­tak­inu af fossa­da­ga­tal­inu 2018 úr hendi þeirra Tóm­as­ar Guðbjarts­son­ar hjartask­urðlækn­is og Ólafs Más Björns­son­ar augn­lækn­is. Þá fékk ráðherra einnig af­hent­an 44 síðna bæk­ling með mynd­um af 30 af þeim foss­um sem verða und­ir ef Hvalár­virkj­un verður að veru­leika. Í tilkynningu segir að lang­flest­ir foss­anna hafi, áður en þeir settu fossa­da­ga­talið á Face­book í sept­em­ber á þessu ári, ekki sést á mynd.

Fram­takið kosti þeir fé­lag­ar úr eig­in vasa og eng­in sam­tök né stjórn­mála­flokk­ur komi að út­gáf­unni. Graf­ísk­ur hönnuður var Guðbjörg Tóm­as­dótt­ir.
„Á morg­un send­um við öll­um ráðherr­um, alþing­is­mönn­um, sveit­ar­stjórn­ar­mönn­um á Vest­fjörðum og stjórn­um orku­fyr­ir­tækja daga­talið og bæk­ling­inn, þeim að kostnaðarlausu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Mark­mið okk­ar er að láta nátt­úr­una á þessu svæði njóta vaf­ans, en við telj­um þetta svæði ein­hverja helstu nátt­úruperlu Íslands, ekki síst foss­ana en þarna leyn­ast 5 foss­ar, sem flest­ir eru lítt þekkt­ir og nafn­laus­ir, sem við telj­um nátt­úrperl­ur á heims­mæli­kv­arða. Þarna telj­um við kjörið að stofna friðland eða þjóðgarð þar sem foss­arn­ir gætu verið í for­grunni.“

Daga­talið verður sett í sölu í út­vist­ar­versl­un­um Ev­erest og Fjalla­kof­ans og í Lyfja­veri og Mela­búðinni.

Ágóði af út­gáf­unni renn­ur til Rjúk­anda, sam­taka um vernd­un nátt­úru og menn­ing­ar­verðmæta í Árnes­hreppi á Strönd­um.

DEILA