Þrátt fyrir góðæri hjá sveitarfélögunum sem skilar sér í verulegum tekjuafgangi og skuldalækkun nýta þau möguleika sína til skattlagningar næstum því til fulls.
Aðalundantekningin er fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði. Ef litið er til tólf fjölmennustu sveitarfélaga landsins sést að flest leggja þau á hámarksútsvar á næsta ári, eða 14,52%, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. Öll sveitarfélög á Vestfjörðum innheimta hámarksútsvar á næsta ári en til þessa hefur Súðavíkurhreppur innheimt 14,48% útsvar en það hækkar á næsta ári í 14,52%.