Þriðjudagur 22. apríl 2025

Slæmt ferðaveður síðdegis í dag

Búast má við allhvassri suðvestanátt víða um land í dag og á morgun með skúrum í fyrstu en síðar slydduél eða él á suður- og vesturhelmingi landsins en léttskýjað á Norðausturlandi. Slæmt ferðaveður verður síðdegis í dag og á morgun í kröftugustu éljunum þar sem búast má við lélegu skyggni að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Hiti verður í kringum frostmark en kólnar heldur norðantil á morgun. Á föstudag verður sunnanátt og talsverð rigning sunnanlands með hlýindum en á Þorláksmessu snýst í norðaustanátt og kónar aftur með éljum norðan- og austanlands en úrkomulítið syðra.

Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á Vestfjörðum og eitthvað um éljagang. Flughálka á Bjarnarfjarðarhálsi. Ófært er yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði.

smari@bb.is

Auglýsing

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir