Skipt um gólf í íþróttahúsinu

Mynd: Grétar Helgason.

Framkvæmdir við lagningu nýs gólfs í íþróttahúsinu á Torfnesi hófust um síðustu helgi. Gamla gólfið var rifið upp og sömuleiðis grindin sem parkettið sat á. Grindin var farin að gefa sig enda nærri aldarfjórðungur síðan húsið var tekið í notkun og gólfið er upprunalegt. Ofan á botnplötu hússins eru lagðir kubbar eftir kúnstarinnar reglum og á þá koma leiðarar með demperum og að endingu sjálft parkettið. Sjálfri gólflagningunni á að vera lokið á sólstöðum þann 21. desember og en þá á eftir að merkja gólfið og lakka. Íþróttahúsið verður tilbúið til notkunar síðasta lagi 10. janúar.

DEILA