Skipað í embætti dómara innan skamms

Dóm­nefndin sem fjallar um hæfni umsækj­enda um hér­aðs­dóm­ara­emb­ætti hefur ekki lokið störf­um, segir í svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Eitt embættanna er við héraðsdóm Vestfjarða. Samkvæmt frétt Kjarnans skipar ráðherra í embættin í þessum mánuði, enda á skipun dóm­ar­anna að taka gildi 1. jan­úar á næsta ári. Ekki hefur verið starfandi dómari við héraðsdóm Vestfjarða frá því í september þegar Sigríður Elsa Kjartansdóttir fluttist í héraðsdóm Reykjavíkur.

For­sæt­is­ráðu­neytið setti Guð­laug Þór Þórð­ar­son sem dóms­mála­ráð­herra til að fara með málið eftir að Sig­ríður Á. And­er­sen vék sæti í mál­in­u. Sigríður taldi sig vanhæfa þar sem einn umsækjenda er Ástráður Haraldsson. Tal­di hún að fyr­ir hendi væru aðstæður sem væru til þess falln­ar að umsækj­end­ur drægju óhlut­­drægni henn­ar í efa. Ástráður hefur átt í málaferlum vegna skipunar ráðherra á dómurum í Landsrétt fyrr á þessu ári.

DEILA