Þriðjudagur 22. apríl 2025

Sextán milljóna afgangur í fjárhagsáætlun

Gert er ráð fyrir 16 milljóna kr. afgangi í fjárhagsáætlun Reykhólahrepps sem var samþykkt eftir síðari umræðu í sveitarstjórn fyrir helgi. Fjárhagsáætlun ársins 2018 gerir ráð fyrir samanlögðum tekjum A og B hluta upp 558 milljónir króna og þar af eru útsvarstekjur 127 milljónir krónur og tekjur frá Jöfnunarsjóði 176 milljónir krónur.  Samanlögð útgjöld A og B hluta eru 543 milljónir króna og þar vega laun þyngst, eða 352 milljónir króna.

Sveitarstjórn samþykkti að auka framlag til gatnagerðar í fjárhagsáætlun næsta árs um 10 milljónir króna sem fjármagnast með lántöku.

smari@bb.is

Auglýsing

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir