Mánudagur 21. apríl 2025

Sala eigna í fjárlagafrumvarpi

Auglýsing

Í fjáralagafrumvarpi því sem nú liggur fyrir að afgreiða á alþingi er óskað eftir heimildum til að selja gamalt prestshús í Sauðlauksdal og íbúðarhús í Austmannsdal, hvoru tveggja í Vesturbyggð. Sömuleiðis er óskað heimildar til að selja eða ganga til samning við Vesturbyggð um ráðstöfum á flugstöð á Patreksfirði. Þetta kemur fram á blaðsíðu 14 í fjárlagafrumvarpinu.

Ennfremur skal selja eignarhlut ríkisins í fasteigninni Eyrarvegur 8, Flateyri, og kaupa eða leigja annað hentugra húsnæði fyrir heilsugæslusel og að selja eignarhlut ríkisins í fasteigninni Höfðastígur 15 og 17, Bolungarvík, og kaupa eða leigja annað hentugra húsnæði fyrir heilsugæslusel. Einnig skal selja eignarhlut ríkisins í fasteigninni Miðstræti 19, Bolungarvík. Þetta kemur fram á blaðsíðu 15 í frumvarpinu.

bryndis@bb.is

Auglýsing

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir