Útivist og holl hreyfing eldri borgara er megin hugsunin á bakvið söfnun sem fer nú af stað í Bolungarvík í desember og kallast „Hjólað óháð aldri“. Ætlunin með söfnuninni er að kaupa farþegahjól til að færa hjúkrunarheimilinu Bergi og íbúum Árborgar.
Álíka hjól var keypt var fyrir Hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði árið 2016 og hefur það gefið góða raun.
Hjólið er af gerðinni TRIO BIKE og er rafdrifið að hluta svo auðvelt verður að hjóla um allan bæ. Kostnaður við kaupin á hjólinu með öllum aukabúnaði er um ein milljón króna.
Verkefnið „Hjólað óháð aldri“ hefur reynst vel víða um land og hefur verkefnið rofið einangrun íbúa hjúkrunarheimila og gefið þeim aukna möguleika á útiveru. Draumurinn er að geta vígt hjólið á sjómannadaginn 2018. Markmiðið er að virkja vini, ættinga og brottflutta til að skrá sig sem sjálfboðaliða í hjólaferðir.
Reikningsupplýsingar Heilsubæjarins Bolungarvíkur eru eftirfarandi:
Kennitala 520109-1610
Reikningsnúmer 0174-26-000802
smari@bb.is