Ríkisstjórnin hlusti á borgarafundinn

Frá borgarafundinum í í september.

Stjórn Samfylkingarinnar á Samfylkingarinnar á norðanverðum Vestfjörðum leggur áherslu á að ný ríkisstjórn setji raforkumál á Vestfjörðum, vegagerð í Gufudalssveit á oddinn ásamt því að stuðla að laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Samfylkingarfélagsins. Í ályktuninni bent á að það er mjög mikilvægt fyrir landsbyggðina, eins og landið allt, að hafa góða og gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu sem er öllum opin. Í ályktuninni segir:

„Til þess að landið geti virkað sem ein heild þarf að efla atvinnulífið á landsbyggðinni og finna leiðir til að efla svæði í sátt við náttúruna. Í september 2017 var haldinn borgarafundur  á Ísafirði þar sem kallað var eftir úrbótum í þremur málefnum á Vestfjörðum. Þau eru í fyrsta lagi, vegagerð í Gufudalssveit,  í öðru lagi raforkumál á Vestfjörðum og þriðja lagi, hvort leyfa skuli laxeldi í Ísafjarðardjúpi.

Aðalfundur Samfylkingarinnar á norðanverðum Vestfjörðum tekur heils hugar undir þær ályktanir er settar voru fram á fundinum og hvetur nýja ríkisstjórn til að setja þessi atriði í forgang sem fyrst og þar með sýna að þeir hafi í hyggju að halda uppi blómlegri byggð og  efla atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum.“

Á aðalfundinum var Magnús Bjarnason kjörinn nýr formaður félagsins og tekur hann við af Línu Björgu Tryggvadóttur.

smari@bb.is

DEILA