Pokar sem segja sögur á lögheimili lognsins

Fyrir nokkrum mánuðum ákvað Bókasafnið á Ísafirði að taka upp margnota taupoka sem seldir yrðu á kostnaðarverði. Til að gera pokana vel úr garði gerða og smekklega ákvað starfsfólk Bókasafnsins að efna til samkeppni um slagorð og bárust margar góðar tillögur. Valið var ekki auðvelt, en að lokum var ákveðið að velja tvo texta:

Bókasafnið – þar sem lognið á lögheimili. – Höf. Matthildur Helgadóttir Jónudóttir.

Þessi poki hefur sögu að segja. – Höf. Kristján Freyr Halldórsson.

Höfundarnir fá að gjöf eintak af pokanum, en þeir verða annars seldir á 400 kr.

smari@bb.is

DEILA