„Ofhleðsla báta er mjög alvarlegt mál sem virðist því miður vera allt of algengt. RNSA hvetur fjölmiðla, samfélagsmiðla og aðra til að hætta því að upphefja háttsemi sem þessa, það er ofhleðslu báta, sem hetjudáð og/ eða afrek,“ segir meðal annars í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. atvik sem varð á Breiðafirði fyrr á þessu ári. Þá munaði minnstu að verulega ofhlaðinn bátur, Hjördís HU 16, sykki en um borð voru tveir menn.
Báturinn er rúm 10 brúttótonn og hleðsla umfram burðargetu hans reyndist vera 4,5 tonn. Skipstjórinn taldi hins vegar að burðargeta bátsins væri nægileg miðað við aðstæður.
Í ábendingu rannsóknarnefndarinnar til fjölmiðla og annarra er vísað til að oft og tíðum birtast í fjölmiðlum myndir af drekkhlöðnum bátum að koma til hafnar sem merki um sérlega eftirtektarverða og aðdáunarverða aflasæld áhafnarinnar.
smari@bb.is