Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum, sumstaðar skafrenningur. Ófært er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði en unnið að mokstri. Eins er ófært norður í Árneshrepp. Ekki er útlit fyrir annað en að vetur konungur ráði ríkjum næstu daga, eða út spá Veðurstofunnar. Ekki eru þó nein stórviðri eða ofankoma að ráði í vestfirsku veðurkortunum en það verður kalt og fimbulkulda er td. spáð á morgun.