Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður mun í janúar 2018 frumsýna nýja heimildarmynd „Mirgorod, í leit að vatnssopa“ bíó Paradís en gert er ráð fyrir að boðið verði upp á sýningu í Ísafjarðarbíó. Einar Þór er búsettur á Hvilft í Önundarfirði og starfar meðfram kvikmyndagerð við Menntaskólann á Ísafirði. Hann útskrifaðist frá London Film School árið 1992 með leikstjórn sem aðalfag og fór síðan í meistaranám í City University í London þaðan sem hann útskrifaðist í listrænni stjórnun og stefnumörkun árið 2001. Meðal verka Einars er Norð Vestur, heimildarmynd um snjóðflóðið á Flateyri 1995þ
Að sögn Einars er myndin einstök að því leiti að íslensk-úkraínsk heimildarmynd er nú framleidd og sýnd í fyrsta sinn hér á landi, en myndin skyggnist einnig inn í daglegt líf í landi sem fær að mestu umfjöllun vegna stríðs og pólitískra átaka.
Myndin hefur verið í framleiðslu sl. tvö ár með hléum en hún hlaut undirbúningsstyrk frá Utanríkisráðuneytinu og fékk þróunarstyrk Kvikmyndamiðstöðvar Íslands fyrr á þessu ári. Gert er ráð fyrir að boðið verði upp á sýningu á Ísafirði þar sem leikstjórinn er búsetur að mestu í vetur.
Hér má lesa umsögn leikstjóra og hér er eldri stikla úr myndinni.
Söguþráður:
Í Úkraínu, um 300 km frá átakasvæðunum í austri, er smáborgin Mirgorod, fæðingarstaður skáldsins Nikolaj Gogols. Kvikmyndagerðarmenn heimsækja borgina til að kynnast frægu vatni sem kennt er við hana og hvers vegna hún var einn helsti heilsubær fyrrum Sovétríkjanna. Á ferð þeirra hitta þeir heimamenn sem draga fram bæði staðreyndir sögunnar og andrúmsloft aldanna í stríði og friði. Á meðal viðmælenda eru flóttamenn frá átaksvæðunum í Donetsk, listamaður og borgarstjórinn sem rekur gæði vatnsins í borginni sinni og hvaða þýðingu það hefur til að láta hlutina ganga. Áhorfendur rekast líka á hóp fólks undirbúa útihátíð og reka nefið inn í leikhús.
bryndis@bb.is