Miðflokkurinn er farinn að huga að undirbúningi framboða í sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári. Ekki liggur fyrir hve víða verður boðið fram. „Það er verið að vinna að stofnun kjördæmafélaga og sveitarstjórnarfélaga víða um land sem munu leiða vinnu við undirbúning framboða til sveitarstjórna,“ segir Svanur Guðmundsson, sem var kosningastjóri flokksins í síðustu kosningum, í Morgunblaðinu í dag.
Í þingkosningunum í haust fékk Miðflokkurinn 10,87% atkvæða á landinu öllu og sjö þingmenn kjörna.
smari@bb.is