Líklegt er að tengipunktur í Ísafjarðardjúpi fái samþykki Orkustofnunar. Þetta kemur fram í viðtali við Guðmund Inga Ásmundsson, forstjóra Landsnets, á vef RÚV. Tengipunkturinn verður að öllum líkindum í Ísafirði og tengipunkturinn er sagður vera forsenda fyrir Hvalárvirkjun. Aðra virkjanir sem eru fyrirhugaðar á Vestfjörðum, eins og Austurgilsvirkjun í Skjaldfannadal og Skúfnavatnavirkjun á Langadalsströnd, munu einnig njóta góðs af tengipunktinum.
„Við erum í viðræðum við þessa aðila sem eru að fara í þessar virkjanir allar og síðan erum við bara að fara í valkostagreiningu leggja kostnaðarmyndina upp og svo fer það bara sína leið í kerfinu og fær líklega að lokum samþykki Orkustofnunar,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, í viðtalinu.
Áður hefur komið fram að tengipunkturinn verði tengdur inn á landsnetið með línu yfir í Kollafjörð við Breiðafjörð.
smari@bb.is