Kólnar aftur í kvöld

Hláka framundan.

Það verður austanátt 8-15 m/s á Vestfjörðum í dag. Minnkandi úrkoma eftir hádegi, mun hægari og dálítil él seinnipartinn. Hiti um frostmark. Norðaustan 10-18 m/s og él, einkum norðantil á morgun og vægt frost. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að nú ganga skil frá lægð á Grænlandssundi yfir landið með suðaustanátt og rigningu eða slyddu og heldur hlýrra lofti en hefur legið yfir landinu undanfarn daga. Suðvestantil er stytt upp í bili, en við taka skúrir eða él þegar líður á morguninn. Annars staðar verður úrkoma af og til í dag, ýmist rigning, slydda eða snjókoma. Þó loftið sé nokkuð hlýrra en undanfarna daga er það þó skammgóður vermir því í kvöld og nótt snýst aftur í fremur kalda norðanátt með snjókomu eða éljum á norðanverðu landinu og frosti um mest allt land.

Spár gera ráð fyrir norðanátt og svölu veðri næstu daga, en á laugardag og sunnudag er útlit fyrir lægðargang með hvassviðri á köflum og talsverðri úrkomu.

Á Vestfjörðum er víðast nokkur hálka, snjóþekja eða krapi á vefum. Ófært er yfir Dynjandisehiði og Hrafnseyrarheiði.

smari@bb.is

DEILA