Jólaljósin verða tendruð á Ísafirði og Flateyri um helgina. Klukkan 15.30 á morgun hefst jólatorgsala Tónlistarskólans á Silfurtorgi þar sem lúðrasveit skólans blæs jólaandanum í gesti. Eftir að ljósin hafa verið kveikt syngur barnakór Tónlistarskólans nokkur falleg jólalög.
Á Flateyri hefst vöfflu- og kakósala Grettis í Félagsbæ á sunnudag klukkan 14, en ljósin verða kveikt á jólatrénu klukkan 16 áður en börn úr Grunnskóla Önundarfjarðar taka lagið.
Eins og venjulega má telja nokkuð öruggt að vaskir sveinar úr fjöllunum láti sjá sig þegar ljósin hafa verið tendruð.
smari@bb.is