Nú er feitt og fallegt jólablað Bæjarins besta á leið í lúgur heimila á norðanverðum Vestfjörðum, það tileinkað börnum enda eru jólin hátíð barnanna. Í blaðinu eru fullt af myndum af vestfirskum börnum, sögur þeirra, sjónarhorn og skoðanir. Þau eru frumleg, fordómalaus og klár. Vonandi hafa lesendur sömu ánægju af lestrinum eins og ritstjórinn hafði af tilbúningi þess.
Hér má nálgast rafræna útgáfu af blaðinu.
Nú leggst Bæjarins besta aftur í vetrarhýði en kemur aftur með hækkandi sól. Þangað til stendur vefurinn vaktina og segir ykkur fréttir af okkur.
Bryndis@bb.is