Það er orðið ljóst að árið 2017 verður ekki það hlýjasta á Íslandi frá því að mælingar hófust. Eftir hlýjan október var möguleiki á því en óvenju kaldur nóvember sá til þess að árið endar ekki á toppnum. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir í samtali á mbl.is að enn er möguleiki á hitameti á Austfjörðum verði desember sæmilega hlýr.
Eftir hlýjan október bloggaði Trausti að sér sýndist að yrði nóvember og desember samtals 1,3 stigum yfir meðallagi þessara mánaða síðustu tíu árin yrði árið 2017 það hlýjasta á landinu frá upphafi mælinga um miðja síðustu öld. „Ekki líklegt – en alveg innan þess mögulega.“
smari@bb.is