Hægt að endurvinna álbikarana

Um þrjár millj­ón­ir spritt­kerta eru brennd­ar hér á landi ár­lega, en ál­bik­ar utan um þrjú spritt­kerti dug­ar til fram­leiðslu á einni drykkj­ar­dós úr áli. Hleypt hef­ur verið af stokk­un­um sér­stöku end­ur­vinnslu­átaki á ál­inu í spritt­kert­um.

Átakið mun standa út janú­ar­mánuð og komið hef­ur verið fyr­ir sér­stök­um end­ur­vinnslutunn­um fyr­ir ál­bik­ar­ana á 90 end­ur­vinnslu- og mót­töku­stöðvum um land allt, meðal annars hjá flöskumóttöku Fjölsmiðjunnar á Ísafirði. Fólk er beðið um að koma með álbikarana í sér pokum í flöskumóttökuna.

Að átak­inu standa Sorpa, End­ur­vinnsl­an, Gámaþjón­ust­an, Íslenska gáma­fé­lagið, Fura, Málm­steyp­an Hella og Plastiðjan Bjarg ásamt Sa­máli og Sam­tök­um iðnaðar­ins. Álbik­ar­arn­ir sem safn­ast í átak­inu fara ekki úr landi, held­ur fara þeir í fram­leiðslu hér á landi hjá Málm­steyp­unni Hellu.

smari@bb.is

DEILA