Gul viðvörun á Vestfjörðum

Úrkomulítið í dag en snjókoma í kortunum.

Á morgun, Þorláksmessu og fram á aðfangadag, er í gildi gul viðvörun á Vestfjörðum. Veðurstofan spáir norðaustan stórhríð og slæmu skyggni og skafrenningi, einkum á fjallvegum og veðrið gæti leitt til samgöngutruflana.

Veðurstofan spáir suðvestan 8-13 m/s í dag og slydduéljum og rigningu. Snýst í norðaustanátt í nótt og kólnar.

DEILA