Í gildi er gul viðvörun Veðurstofunnar á Vestfjörðum í dag. Veðurstofan spáir suðvestan 13-18 m/s með þéttum éljagangi. Búast má við takmörkuðu skyggni og jafnvel erfiðum akstursskilyrðum í éljahryðjum. Þetta á sérílagi við á fjallvegum, t.d. á Steingrímsfjarðarheiði og á Gemlufallsheiði.
Í hugleiðingum veðurfræðing segir að vindur verði hægari á morgun en vaxandi suðaustanátt aðfaranótt föstudags, með rigningu á láglendi og hlýnandi veðri. Líkur á talsverðri eða mikilli rigningu sunnan- og vestanlands en úrkomuminna um kvöldið og styttir upp austantil á landinu.
Útlit er fyrir norðaustanátt um jólin með kólnandi veðri og éljum eða snjókomu norðan- og austanlands en léttskýjað sunnan heiða.
Það er hálka eða snjóþekja á vegum á Vestfjörðum. Ófært er á Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði. Þæfingur er norður í Reykjarfjörð.
smari@bb.is