Ágætislíkur eru á hvítum jólum nokkuð víða á landinu. Veðurstofan spáir snjókomu á vesturhelmingi landsins á Þorláksmessu og á aðfangadag jóla ætti að snjóa á norðurhelmingnum. Þeir sem búa á Suðausturlandi ættu hins vegar að búa sig undir rauð jól. Ferðaveður verður gott á Þorláksmessu og ágætt á aðfangadag að minnsta kosti fyrri part dags.
Fram að helgi verður nokkuð rysjótt veður, í dag er nokkuð stíf suðvestanátt og svipuðu veðri er spáð á morgun. Veðrið gengur svo niður á fimmtudag og á föstudaginn, tveimur dögum fyrir jól, er von á enn einni lægðinni með allhvassru sauðaustanátt og rigningu. Það hlýnar vel upp fyrir frostmark. Eins og áður segir kólnar strax aftur á Þorláksmessu og von á jólasnjó á vestanverðu landinu og á aðfangadag snýst vindur í norðanátt. Það kólnar meira og frystir og þá er það norðurhelmingur landsins sem fær ofankomu.
smari@bb.is