Gjafahugmyndasíðan Bello

Tinna Hrund Hlynsdóttir Ísfirðingur hefur hleypt af stokkunum vefsíðu þar sem nálgast má leiðbeiningar um gjafakaup, enda getur svo sannarlega vafist fyrir mörgum að finna réttu gjöfina. Tinna segir að bello.is sé hugmyndabanki fyrir alla sem vantar að finna góðar hugmyndir af gjöfum fyrir hvaða tilefni sem er.

Hugmyndina hefur Tinna haft í maganum lengi og alltaf haft sérstaklega gaman af því að finna fallegar gjafir, því „gjöf er ekki það sama og gjöf, sjáðu til“ segir Tinna.

Á bello.is eru gjafir bæði flokkaðar eftir tilefnum og verðflokkum og ætti að geta hjálpað mörgum sem glíma við hugmyndaleysi eða tímaleysi þegar kaupa þarf réttu gjöfina.

bryndis@bb.is

DEILA