Það er líflegt kjörið um Vestfirðing lesenda bb.is þetta árið, margar og áhugaverðar tillögur komnar fram og eins og staðan er núna geta margir komið til greina. Nefndir eru hópar, heilu starfstéttirnar, foreldrar og íþróttafólk, einhverjir hafa bjargað mannslífum, aðrir eignum, margir eru stoð og stytta samfélagsins og aðrir standa í ströngu með sínum.
Það er opið fyrir kjörið til áramóta og um að gera að safna liði fyrir þá sem þykja verðugir þessa merkilega titils.
Hér er hægt að kjósa Vestfirðing ársins.