Fiskeldislögum verður breytt

Kristján Þór Júlíusson.

Við upphaf þings var birt yfirlit um þau mál sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hyggst leggja fram á komandi þingvetri. Ríkisstjórnin mun jafnframt við upphaf vetrarþings, að loknu jólahléi, afhenda forseta Alþingis endurskoðaða áætlun um framlagningu stjórnarfrumvarpa á vetrar- og vorþingi ásamt áætluðum útbýtingardegi.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur tíu mál á þeim lista og meðal þeirra er breyting á lögum um fiskeldi. Í kynningu á lagafrumvarpinu segir að starfshópur um stefnumótun í fiskeldi hefur lokið störfum og skilað tillögum að lagabreytingum. Eftir skoðun á tillögum vinnuhópsins verður lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um fiskeldi.

Meðal tillagna starfshópsins er að áhættumat Hafrannsóknastofnunar verði ráðandi í skipulagningu sjókvíaeldis á Íslandi en eins og kunnugt er leggst stofnunin gegn sjókvíaeldi á laxi í Ísafjarðardjúpi.

DEILA