Ferðalangar fylgist vel með veðurspám

Það verður suðvestanátt 10-15 m/s á Vestfjörðum í dag.  Hiti undir frostmarki og éljagangur en hlánar seint í kvöld, einkum á láglendi, og fer að rigna í nótt, fyrst á sunnanverðum Vestfjörðum.

Dýpkandi lægð við Hvarf ýtir til landsins hitaskilum sem ganga upp að suðurströnd landsins í kvöld. Í dag dregur því úr éljahryðjunum vestantil, en norðan og austanlands er hæglætis veður í dag. Í kvöld ganga skilin inn á sunnanvert landið með suðaustan hvassviðri og rigningu eða slyddu, en sjókomu til fjalla. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að líklega tekur snjóinn suðvestanlands upp, en þó þarf ekki að örvænta um rauð jól því á föstudag og á Þorláksmessu snjóar líklega í flestum landshlutum áður en vindur snýst til norðanáttar og það fer að snjóa norðan og austanlands en létta til sunnan jökla.

Ferðaveður á milli landshluta er nokkuð breytilegt næstu daga og því ærin ástæða til að fylgjast mjög vel með veðri, viðvörunum og ástandi vega.

smari@bb.is

DEILA