Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Vesturbyggðar að matsáætlun vegna ofanflóðavarna á Patreksfirði við Urðargötu, Hóla og Mýrar. Vesturbyggð áformar að reisa varnargarð gegn ofanflóðum á Patreksfirði í hlíðunum fyrir ofan þéttbýlið á milli Vatnseyrar og Geirseyrar. Er það gert til þess að stuðla að bættu öryggi íbúa Patreksfjarðar gagnvart ofanflóðum. Gert er ráð fyrir að reisa tvo varnargarða, annarsvegar ofan við Mýrar og Hólagötu og hinsvegar Urðargötu. Hönnun varnargarðanna gengur út á að garðarnir veiti byggðinni vörn gegn hugsanlegum snjóflóðum og leiði flóðin til sjávar.