Ekki komið leyfi eftir sex ára vinnu

Frá kvíum Arctic Sea Farm í Dýrafirði.

Á ann­an tug um­sókna um starfs- og rekstr­ar­leyfi fyr­ir sjókvía­eldi er í vinnslu hjá Mat­væla­stofn­un og Um­hverf­is­stofn­un. Þrjú leyf­anna verða vænt­an­lega gef­in út á næstu vik­um og bú­ist er við að 5-7 leyfi til viðbót­ar verði gef­in út á fyrri hluta næsta árs.

Leyf­in sem lengst eru kom­in í vinnslu eru stækk­un hjá Arctic Sea Farm í Dýraf­irði og leyfi sama fyr­ir­tæk­is og Arn­ar­lax í Pat­reks- og Tálknafirði, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í gær. Þar kemur meðal annars fram að sex ár eru síðan Arctic Sea Farm hóf að vinna í stækkun í Dýrafirði en í reglugerð um fiskeldi kemur fram að umsóknir um starfsleyfi og rekstrarleyfi skuli afgreiða innan sex mánaða frá því þær berast. Hafa ber í huga að eftir atvikum þurfa umsóknir um fiskeldisleyfi að fara í umhverfismat og engar kvaðir eru á Skipulagsstofnun að afgreiða umsóknir um umhverfismat á tilteknum tíma.

smari@bb.is

DEILA