Eftir daginn í dag kólnar nokkuð á landinu og verður fremur kalt á miðvikudag og fimmtudag enda vindátt norðlæg og sendir kalt loft úr norðri. Ekki er að vænta mikillar úrkomu að þessu sinni og um næstu helgi hefur dregið mikið úr kuldanum þótt ekki sjáist hlýindi í bili, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Veðurstofan spáir norðaustan 8-13 m/s á Vestfjörðum í dag og dálítilli él og vægu frosti og kólnar þegar líður á daginn.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðaustan 10-15 m/s og víða snjókoma á köflum en léttir til sunnanlands með deginum. Talsvert frost á öllu landinu.
Á fimmtudag:
Norðvestanátt, strekkingur austast, en annars hægari. Él norðan- og austanlands en léttskýjað á Suðurlandi. Kalt í veðri.
Á föstudag:
Fremur hæg vestlæg átt og víða léttskýjað en norðvestan strekkingur austast og stöku él. Talsvert frost.
Á laugardag:
Austlæg átt með snjókomu eða slyddu SV-til um kvöldið, en annars yfirleitt þurrt. Hlýnandi veður.
Á sunnudag:
Útlit fyrir stífri austanátt með ringningu á láglendi sunnanlands og hita 0 til 5 stig en skýjað og úrkomulítið norðantil og vægt frost.
smari@bb.is