Kostnaður vegna tannlækninga barna verður greiddur að fullu af Sjúkratryggingum Íslands frá og með 1. janúar 2018. Foreldrar þurfa að skrá börn sín hjá heimilistannlækni og greiða árlega 2500 króna komugjald. Þetta er lokahnykkurinn á innleiðingu samninga Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um tannlækningar barna, sem hefur verið komið á í skrefum frá árinu 2013.
Markmið samningsins er að börn yngri en 18 ára fái nauðsynlega tannlæknaþjónustu óháð efnahag foreldra.
smari@bb.is