Árekstur Breska heimsveldisins við íslenska gestrisni

Galtarviti um 1930.

Vitavörðurinn heitir ný bók eftir Valgeir Ómar Jónsson sagnfræðing. Það er Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi sem gefur út. Þorbergi var gefið að sök, réttilega, af breska hernum að hafa hulið og hýst til sjö mánaða árið 1940 Þjóðverjann August Lehrmann. Þetta gerði Þorbergur fyrir orð vinar síns sem hann mat mikils. Greiðvikni þessi átti eftir að draga dilk á eftir sér, því þegar Bretar komust á snoðir um þetta – raunar eftir að Lehrmann var farinn – voru útsendarar heimsveldisins sendir vestur í vitann, hvar þeir tóku Þorberg höndum að næturlagi og í framhaldinu var hann fluttur í fangavist til Bretlands.

Valgeir Ómar Jónsson sagnfræðingur.

Fleiri voru handteknir vegna málsins og gefið að sök að hafa aðstoðað Lehrmann.  Tryggvi Jóakims­son kaupmaður, sem var vararæðismaður Breta á Ísaf­irði, og eig­in­kona hans, Marga­ret­he Häsler, voru hand­tek­in af breska setuliðinu sum­arið 1941 og kastað í fang­elsi ytra. Helgi Felixon, barnabarn Tryggva og Margarethe, gerði heimildarmynd fyrir skemmstu um sögu fjölskyldunnar og Lehrmannmálið.

DEILA