Áhættumatið verður grunnur til að byggja á

Kristján Þór Júlíusson.

„Eðlilega eiga sér stað átök þegar uppbygging af þessum toga fer af stað, og við höfum vítin til að varast og læra af. Það er mjög jákvætt að fiskeldi á Íslandi er að verða öflugt og skapar bæði verðmæti og störf, en þróun næstu ára þarf að grundvallast á vísindalegum rannsóknum og áhættumati.“ Þetta segir Kristján Þór Júlíusson, sem hefur setið á stól sjávarútvegsráðherra í tæpa viku. Kristján Þór er í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Hann bendir á að nú liggi fyrir samkomulag á milli hagsmunaaðila sem var ekki þrautalaust að ná fram og ráðherrann telur það góðan grunn til að byggja á.

Samkomulagið sem Kristján Þór vísar í er starf nefndar um stefnumótun í fiskeldi. Stærstu tíðindin í því var samkomulag Landssambands fiskeldisstöðva og Landssambands veiðifélaga um að skipulag sjókvíaeldis ráðist af áhættumati Hafrannsóknastofnunar. Eins og flestum er kunnugt lagði Hafrannsóknastofnun til bann við sjókvíaeldi á laxi í Ísafjarðardjúpi.

DEILA