Í síðustu viku voru grafnir 72,8 m í Dýrafjarðargöngum. Heildarlengd ganganna í lok viku 48 var 662,7 m sem er 12,5% af heildarlengd ganganna. Alla vikuna var grafið í gegnum samskonar basalt og var í síðustu viku. Á nokkrum stöðum lekur aðeins af vatni inn í göngin í gegnum sprungur eða drenholur.
Klöppin er nokkuð góð og því er öllu efni úr göngunum keyrt á haugsvæði þar sem það verður geymt til síðari nota þegar unnið verður í efri lögum nýja vegarins sem kemur utan ganga og í sjálfum göngunum en þörf er á sterkara bergi eftir því sem ofar kemur í sniði vegarins.
Á meðfylgjandi mynd sést í einn arm borsins vera að bora í stafn ganganna.
smari@bb.is