Fyrir hönd starfsmanna sinna vilja fyrirtækin Skaginn hf., Þorgeir & Ellert hf. og 3X Technology ehf. stuðla að bættum gæðum og faglegri vinnu við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinga í heimabyggð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Stuðningurinn er veittur í nafni starfsmanna fyrirtækjanna og er ætlað að bæta barna- og unglingastarf íþróttahreyfinganna árið 2018. Þar sem barna- og unglingastarf er langtímaverkefni gefa fyrirtækin nú jafnframt fyrirheit um sambærilegan stuðning, að ári, fyrir árið 2019.
Stofnaðir hafa verið sérstakir bankareikningar hjá Íslandsbanka, annarsvegar á Akranesi og hinsvegar á Ísafirði, sem eingöngu verða ætlaðir til stuðnings við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinganna.
Skaginn og Þorgeir & Ellert styðja Íþróttabandalag Akraness samtals að upphæð 3.000.000,- og hafa fyrirtækin greitt þá upphæð inn á bankareikning 0552-14-350180.
3X Technology styður Héraðssamband Vestfirðinga að upphæð 1.500.000,- og hefur fyrirtækið greitt þá upphæð inn á bankareikning 0556-14-400730.
Stuðningurinn er ekki sérstaklega ætlaður ákveðnum aðildafélögum innan íþróttahreyfinganna og munu forsvarsmenn hreyfinganna sjá um með hvaða hætti stuðningurinn, í þágu barna- og unglingastarfs í heimabyggð, verði nýttur. Sérstaklega er tekið fram að stuðningurinn er einungis ætlaður sem viðbót við núverandi barna- og unglingastarf og ekki ætlaður til frekari fjárfestinga innan íþróttahreyfinganna.
Verkefnið er ekki bundið við fyrirtækið sjálft og hvetja forsvarsmenn þess, bæði einstaklinga og lögaðila, að leggja verkefninu lið og þannig styðja við börn og ungmenni í sinni heimabyggð.
Frjáls fjárframlög má leggja inn á eftirfarandi reikninga sem eingöngu eru ætlaðir til stuðnings við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinganna:
Íþróttabandalag Akraness, kt. 670169-2199 – reikningsnr. 0552-14-350180
Héraðssamband Vestfirðinga, kt. 490500-3160 – reikningsnr. 0556-14-400730
bryndis@bb.is