„Viljum vera fremst í fiskeldi“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

„Fisk­eldið hef­ur líka komið mjög sterkt inn á þessu ári, og gam­an að fylgj­ast með upp­bygg­ingu at­vinnu­grein­ar­inn­ar. Sam­hliða vexti fisk­eld­is­ins hef­ur verið unnið að mót­un stefnu sem miðar að því að grein­in dafni í sátt við þjóðina, líf­ríki og nátt­úru og virðast lang­flest­ir meðvitaðir um mik­il­vægi þess að byggja fisk­eldið upp á var­kár­an og skyn­sam­leg­an máta. Við vilj­um auðvitað verða fremst í fisk­eldi líka, og get­um orðið það ef við ger­um hlut­ina rétt.“ Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra í viðtali í Morgunblaðinu. Í viðtalinu fer hún yfir þetta tæpa ár sem hún hefur verið í ráðuneytinu en allar líkur eru á að hún hverfi úr ríkisstjórn innan skamms og setjist í stjórnarandstöðu.

Meðal þeirra verk­efna sem Þor­gerður er ánægð með að hafa komið af stað er stofn­un stýri­hóps sem vann til­lög­ur um end­ur­skoðun al­menna byggðakvóta­kerf­is­ins.

„Sér­tæki byggðakvót­inn er á könnu Byggðastofn­un­ar en al­menni byggðakvót­inn hjá ráðuneyt­inu. Mjög áhuga­verðar hug­mynd­ir komu út úr starfi stýri­hóps­ins og von­andi verður þeim fylgt eft­ir,“ seg­ir hún.

„Meg­in­inn­takið er það að færa meira vald yfir byggðakvót­an­um yfir til sveit­ar­fé­lag­anna svo að þau sjálf – en ekki miðstýrt vald í Reykja­vík – ákveði hvernig kvót­an­um verður best ráðstafað. Sum myndu vilja láta kvót­ann ganga beint til ákveðinna út­gerða, en á öðrum stöðum gæti orðið ofan á að selja kvót­ann og nota ágóðann til annarr­ar upp­bygg­ing­ar.“

smari@bb.is

DEILA