Vestlægar áttir og éljagangur

Það verður vestlæg átt á Vestfjörðum í dag, 3-8 m/s, en snýst í norðvestan 8-13 m/s í kvöld. Éljagangur verður einkum við ströndina og hiti nálæt frostmarki.

Áfram vestan- og norðvestanátt á landinu á morgun 5-13 m/s en nokkuð hvassara austanlands. Él eða snjókoma norðan til á morgun en mun hægari vindur suðvestanlands og áfram éljagangur. Hiti við frostmark við sjávarsíðuna en frost inn til landsins.

Hálka og snjóþekja er á Vestfjörðum. Snjóþekja og skafrenningur er á Þröskuldum og á Hálfdán. Dynjandisheiði er ófær.

smari@bb.is

DEILA