Tap í Borgarnesi

Barátta í Borgarnesinu í gær.

Vestri beið lægri hlut fyrir Skallagrími í Borgarnesi í gær, 106 : 96, þegar liðin mættust í 1. deilda karla í körfuknattleik. Nebojsa Knezevic var atkvæðamestur Vestramanna, skoraði 37 stig og tók 12 fráköst. Eyjólfur Ásberg Halldórsson var bestur maður Borgnesinganna, skoraði 22 stig, tók fráköst og gaf 10 stoðsendingar.

Skalla­grím­ur er á toppi deild­ar­inn­ar með 14 stig, hef­ur unnið sjö af fyrstu átta leikj­um sín­um, en Vestri er í þriðja sæt­inu með 10 stig. Breiðablik er í öðru sæti með 12 stig og á leik til góða gegn Snæfelli á sunnu­dag.

Smari@bb.is

DEILA