Undanfarna 6 daga hafa rúmlega 800 konur, sem eru og hafa verið virkar í stjórnmálum á Íslandi, rætt saman og deilt reynslusögum í lokaða Facebook hópnum „Í skugga valdsins“, um kynjað starfsumhverfi stjórnmálanna.
Konurnar koma úr öllum flokkum, eru á ýmsum aldri, hafa starfað á flestum sviðum stjórnmálanna, á ýmsum tímum og um allt land. Einstakur samhljómur og samstaða hefur einkennt umræður í hópnum. Fjölbreyttar sögur kvennanna, draga upp sláandi mynd af þeim karllæga heimi sem stjórnmálin eru – sögur um kynbundið ofbeldi, áreitni, valdbeitingu og þöggun.
Í sameiginlegri áskorun hópsins, sem var undirrituð af á fimmta hundað stjórnmálakonum, er þess krafist að karlar taki ábyrgð og að stjórnmálaflokkarnir taki af festu á málinu. Þess er krafist að flokkarnir og starfsstaðir stjórnmálafólks setji sér viðbragðsreglur og lofi konum því að þær þurfi ekki að þegja og að þær muni fá stuðning .
Með undirskriftarlistanum fylgja 136 sláandi sögur af reynslu kvenna sem taka þátt í stjórnmálum. Hér að neðan eru nokkrar þeirra:
Ég gæti talið upp ótal atvik, þar sem lítið var gert úr mér, mér ýtt til hliðar og sagt hreinlega að ég hefði ekki vit á ýmsu, sem ég vissi fullvel að ég var betur inn í en sá sem talaði. Ég lenti í ágangi, símtölum og var króuð af í hornum þar sem ég t.d í eitt sinn var gert ljóst að ég ætti að vera“ góð“ við viðkomandi, þá myndi mér ganga betur. Treysti mér ekki til að segja frá alvarlegusta atvikinu, en það varð í raun til þess að ég hætti nánast afskiptum af pólitík og flutti úr bænum mínum. Þegar umræðan í kringum #metoo# hófst, gróf ég í skúffunni minni og tók upp gullfallegt armband sem ég hafði ekki notað síðan þetta allt gekk yfir. Það er núna á úlnliðnum mínum og ég vil muna, fyrirgefa ungu stúlkunni barnaskapinn og trúgirnina og ég, nú komin að sjötugu, get hætt að bera innra með mér þessa skömm og kenna mér um að ég varð aldrei nema efnileg og skila af mér áratuga langri skömm. Ég var flott ung stúlka og kona og átti ekki að láta brjóta mig niður.
Eftir umræðu í borgarstjórn þar sem ég talaði fyrir því að borgarstjórn álykta gegn klámráðstefnu sem var fyrirhuguð á vegum erlendra aðila. Þverpólitísk samstaða náðist en þegar ég kom heim biðu mín grófar nauðgunarhótanir sem lögreglan m.a. rak í tölvu starfsmanna á líkamsrætastöð, engin leið var að finna út hver bæri ábyrgð á þessu. Næstu mánuði var ég extra vör um mig enda bjó ég á jarðhæð og var oft ein heima með lítið barn. Ég lét eins og þetta hefði ekki haft áhrif á mig út á við en mér stóð ekki á sama og hugsaði mig tvisvar um áður en ég fór í umdeild mál. Ég hélt samt áfram að berjast í sömu málum og lét þetta ekki stoppa mig en ég vissi nú að fórnarkostnaðurinn gæti verið öryggi mitt.
Var með þáverandi kærastanum mínum á fjármálaráðstefnu sambands íslenskra sveitaf. Á fimmtudeginum var fengið sér öl; mikil gleði í mannskapnum. Èg þarf að fara upp á hótelherbergi; fer í lyftuna – stjórnmálamaðurinn hoppar inn í lyftuna. Við spjöllum, hann lætur mig vita að honum þykir ég séxý, króar mig af í lyftunni, strikur upp kjólinn endar á brjóstinu og ég frosin þegar hann rekur upp mig tunguna. Lyftan stoppar og hann biður mig að koma með inn á hæðina því hann þurfi bara að fá að ríða mér- ég sé búin að stríða honum nóg og lengi.
Sem betur fer kom kona að lyftunni og spurði hvort ég væri með dömubindi. Èg laug og sagðis vera með upp à herbergi. Hún kom með mér upp; marg spurði hvort allt væri í lagi þvi ég labbaði svo hratt. “Fann ekki” bindi og dróg hana með mér niður þar sem við gengum beint á konuna hans sem spurði eftir manninum sínum… èg ung og hrædd – sagðist bara ekkert eftir að hafa séð hann.
Karlframbjóðandi/þingmaður tók að sér að vera ræðumaður kvöldsins á eldrikarlakvöldi í íþróttafélagi. Hann ákveður að þar sé tækifærið til að deila visku sinni og háttsemi og útnefna þá samstarfskonu á þingi sem hann vildi helst sofa hjá. Þegar hann var búinn að því bætti hann í og sagði helsta kost lágvaxinnar samflokkskonu sinnar vera þá að hún þyrfti ekki einu sinni að fara á hnén fyrir formanninn…
Mínar sögur skipta tugum af alls kyns hótunum, áreitni, og niðrandi og kvenfjandsamlegum ummælum. Geiri heitinn í Goldfinger hvatti til að karlar tækju sig saman og nauðguðu mér auk þess sem hann hvatti til mótmæla við heimili mitt. Vegna baráttu gegn súlustöðum í Reykjavík sat ég undir alls kyns hótunum frá „hagsmunaaðilum“ ofl ofl.
Mikið var skrifað um þessi ummæli Gillz á sínum tíma í minn garð og fannst sumum þetta mjög fyndið..
„Steinunn Valdís Óskarsdóttir, alþingismaður. Steinunn er portkonan sem vildi breyta orðinu ráðherra í ráðfrú fyrir konur. Steinunn þarf lim og það strax. Á hana Steinunni Valdísi dugar ekkert annað en lágmark tveir harðir og munu Buka og Yao taka þetta verkefni að sér.““gefa þessum leiðinda rauðsokkum einn granítharðan“ „þessar dömur eru flestallar ógeðslegar auk þess að vera geðsjúklingar“ um feminista „Steinunn (Valdís) er portkona“.. „á hana dugar ekkert minna en lágmark tveir harðir“ um Steinunni Valdísi Óskarsdóttur.
Áskorun til stjórnmálanna
- Kynferðisofbeldi og áreitni á sér stað í stjórnmálum rétt eins og annars staðar í samfélaginu.
- Meðfylgjandi eru frásagnir kvenna sem lýsa reynslu sinni.
- Það verður að verða breyting á. Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð, að allir stjórnmálaflokkar taki af festu á málinu, setji sér viðbragðsreglur og lofi konum að þær þurfi ekki að þegja meir því þær muni fá stuðning.
Undirskriftir:
- Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, varabæjarfulltrúi Framsóknar, Fljótsdalshéraði
- Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
- Ágústa Ragnarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi fyrir Framfarasinna.
- Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar
- Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins.
- Alfa Dröfn Jóhannsdóttir, áheyrnafulltrúi frístundaráðs Akureyrar og aðalmaður í flokksráði VG.
- Álfheiður Eymarsdóttir kafteinn Pírata á Suðurlandi og varaþingmaður.
- Álfheiður Ingadóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, fyrrv. þingmaður og ráðherra.
- Alma Lisa Johannsdottir, VG
- Andrea Eyland Sóleyjar- og Björgvinsdóttir fyrrverandi kosningastýra í Reykjavík. Samfylkingin.
- Andrea Gunnarsdóttir, stjórnarmeðlimur Sambands ungra Sjálfstæðismanna.
- Andrea Hjálmsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi VG á Akureyri
- Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir, innanstarfsfulltrúi UVG
- Aníta Rut Hilmarsdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn
- Anna Aurora Waage Óskarsdóttir Framkvæmtastjóri og í stjórn Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ.
- Anna Bara Ólafsdóttir Framkvæmdarstjori Miðflokkurinn
- Anna Björg Níelsdóttir bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Ölfusi fyrir Framfarasinna
- Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins
- Anna Kristín Sigurðardóttir fyrrum varaþingmaður Alþýðubandalagsins
- Anna Lísa Björnsdóttir VG
- Anna Lóa Ólafsdóttir bæjarstjórn Bein leið, Reykjanesbær
- Anna Margrét Guðjónsdóttir, fv. varaþingkona Samfylkingarinnar, í stjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík.
- Anna Ólafsdóttir Björnsson, Kvennalistinn og VG
- Anna Pála Sverrisdóttir, fyrrum formaður Ungra jafnaðarmanna og fyrrum varaþingmaður Samfylkingarinnar.
- Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ.
- Anna Sigrún Baldursdóttir, fyrrum aðstoðarmaður ràðherra, Samfylkingin
- Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Árborg.
- Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans í Ísafjarðarbæ og formaður bæjarráðs
- Ása Elín Helgadóttir, framkvæmdarstjórn UJ, Samfylkingin.
- Ása Jóhanns, Kvennalistanum og Sósíalistaflokknum
- Ása Lind Finnbogadóttir fyrrverandi frambjóðandi Dögunar til Alþingis en er skráð bæði í Pírata og Samfylkingu
- Ása Richardsdóttir Samfylkingin, bæjarfulltrúi Kópavogi/ varaforseti bæjarstjórnar
- Ásdís Birna Gylfadóttir fyrrum viðburða- og fræðslustýra Ungra Jafnaðarmanna
- Ásdís Bjarnadóttir 4 sæti Miðfloknum Suðurkjördæmi.
- Ásgerður K. Gylfadóttir, bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Hornafirði og varaþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn í Suðurkjördæmi.
- Áshildur Hlón Valtýsdóttir, fyrrum varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar á Akueyri
- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þinmaður, ritari og starfandi varaformaður Sjálfstæðisflokkurinn
- Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksin
- Áslaug Hulda Jónsdóttir. Formaður bæjarráðs Garðabæjar. Sjálfstæðisflokkur.
- Ásrún Birgisdóttir, ritari Félags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi í Reykjavíl
- Ásrún Helga Kristinsdóttir bæjarfulltrúi Í Grindavík fyrir Framsóknarflokkinn
- Ásrún Ýr Gestsdóttir, aðalmaður í flokksráði og varaformaður í svæðisfélagi VG, Akureyri.
- Ásta Dís Guðjóns, formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu.Var í 2 sæti Rvk-N fyrir Dögun 2016 og í stjórn Dögunar.Sit í bráðabirgðastjórn Sósíalistaflokksins.
- Ásta F. Flosadóttir, hef setið í sveitarstjórn Grýtubakkahrepps síðan 2006.
- Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður pírata
- Ásta Hlín Magnúsdóttir, fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna.
- Ásta Hlín Magnúsdóttir, fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna.
- Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, fv. bæjarfulltrúi og fv.varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins
- Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Árborg
- Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, er í stjórn Bjartar framtíðar á landsvísu sem og í BF Akranesi. Sit í ráðum og nefndum hjá Akraneskaupstað fyrir BF
- Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri og formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í NV kjördæmi.
- Auður Alfa Ólafsdóttir, framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar
- Auður Alfífa Ketilsdóttir VG
- Auður Lilja Erlingsdóttir. VG
- Berglind Häsler, VG, í flokksráði og kjördæmisráði NA- kjördæmi,
- Bergljót Kristinsdóttir, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi og varabæjarfulltrúi.
- Bergþóra Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks, VG.
- Birgitta Jónsdóttir, fv. Þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, Hreyfingarinnar og Pírata
- Birna Hafstein, Viðreisn
- Birna Lárusdóttir, Sjálfstæðisflokki. Fyrrverandi bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, fyrrverandi varaþingmaður í NV-kjördæmi.
- Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar
- Birta Jóhannesdóttir Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ,
- Bjarkey OIsen Gunnarsdóttir, alþingsmaður, VG
- Bjarnveig Ingvadóttir, Framsóknarflokkurinn, ritari Landsambands Framsóknarkvenna
- Björg Eva Erlendsdóttir, Framkvæmdastjóri VG og fyrrv. stjórnarfulltrúi hér og þar
- Björk Guðjónsdóttir, fv. forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og fv. alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
- Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og Reykjavíkurlistans
- Björt Ólafsdóttir. Ráðherra Björt Framtíð
- Borghildur Sölvey Sturludóttir varabæjarfulltrúi BF í Hafnarfirði
- Bryndís Bjarnadóttir, Sjálfstæðisflokkurinn
- Bryndís Friðgeirsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ, fv. formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar og fv. formaður Samfylkingarinnar á N Vestfjörðum
- Bryndís Gunnlaugsdóttir, fv. bæjarfulltrúi, fv. formaður SUF og fv. varaþingmaður Framsóknar
- Bryndís Haralds þingkona og bæjarfulltrúi, Sjálfstæðisflokkurinn.
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, fv. Varaborgafulltrúi Samfylkingarinnar
- Bryndís Sigurðardóttir, fyrsti formaður Samfylkingar í Hveragerði og á lista Samfylkingar í Suðurkjördæmi fyrir nokkrum kosningum
- Brynhildur Björnsdóttir á lista VG Rvk Norður
- Brynhildur Pétursdóttir fyrrum þingkona Bjartrar framtíðar
- Brynhildur S. Björnsdóttir, Björt framtíð
- Bylgja Bára Bragadóttir, stjórn Sjálfstæðisfélags Mosfellsbæjar
- Claudia Overesch, Alþýðufylkingin
- Dagbjört Hákonardóttir, fv. gjaldkeri og meðstjórnandi Ungra Jafnaðarmanna, Röskvukona og fv. formaður Ungra Evrópusinna
- Dagbjört Höskuldsdóttir, fyrrv varaþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn og í flestum stjórnum og ráðum flokksins og sveitarstjórnarmaður.
- Dagbjört Pálsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri
- Dagný Jónsdóttir, fv. þingmaður Framsóknarflokksins
- Dagrún Ósk Jónsdóttir, ritari UVG
- Diljá Ámundadóttir, fv. varaborgarfulltrúi BF.
- Dóra Björt Guðjónsdóttir, fyrrverandi formaður Ungra Pírata, 2. varaþingmaður Pírata
- Dóra Magnúsdóttir, varaborgarfulltrúi í Rvk. Samfylking
- Dóra Sif Tynes, fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar
- Drífa Hjartardóttir, fyrrv. sveitarstjórnarmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins
- Drífa Sigfúsdóttir, MS í mannauðsstjórnun, f.v. forseti bæjarstjórnar/varabæjarstjóri og varamaður á Alþingi, stjórn LFK, framkvæmdastjórn o.fl. Framsóknarflokki
- Drífa Snædal, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vg.
- Eirný Vals, Framsóknarflokki, jafnréttisfulltrúi, ýmsar nefndir og ráð.
- Elfa Hlín Pétursdóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Seyðisfjarðarlistans
- Elín Jóhannsdóttir hef gengt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn à öllum stigum
- Elín Jóhannsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Framsóknarflokksins
- Elín Jónsdóttir, formaður sjálfstæðisfélagsins í Árbæ, selás og ártúni og meðlimur í stjórn varðar
- Elín Káradóttir, formaður Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði.
- Elín Margrét Böðvarsdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn
- Elín Matthildur Kristinsdóttir, Björt framtíð
- Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi og ritari VG
- Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir fyrrv formaður framkvæmdaráðs Pírata og núverandi formaður Pírata í Hafnarfirði.
- Elísa Björg Grímsdóttir, meðlimur Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Röskvuliði, samtök félagshyggjufólks innan Háskóla Íslands
- Elísabet Brynjarsdóttir, oddviti Röskvu
- Elísabet Indra Ragnarsdóttir, VG
- Elisabet Inga Sigurðardóttir, varaformaður Heimdallar. Sjálfstæðisflokkur.
- Ella Þóra Jónsdottir Framsóknarflokkurinn.
- Elsa Kristjánsdóttir, gjaldkeri Pírata
- Elsa Lára Arnardóttir fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins.
- Elva Dögg Ásud. Kristindóttir oddviti VG í Hafnarfirði og bæjarfulltrúi í bæjarstjórn
- Erla Björg Guðmundsdóttir, Samfylkingunni
- Erla Björk Þorgeirsdóttir, fyrrum varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi.
- Erla Guðrún Gísladóttir. VG
- Erla Hlynsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata
- Erna Lína Örnudóttir Baldvinsdóttir í framkvæmdastjórn Alþýðufylkingarinnar.
- Esther Ösp Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Fjarðalistans í Fjarðabyggð
- Eva Dögg Fjölnisdóttir, Björt framtíð
- Eva Dögg Guðmundsdóttir, stjórnarmeðlimur í Stjórn Samfylkingarfélags Reykjavíkur SffR
- Eva Einarsdottir, varaborgarfulltrúi og fv varaþingkona, Björt Framtíð
- Eva H. Baldursdóttir, varaborgarfulltrúi samfylkingarinnar og formaður félags frjálslyndra jafnaðarmanna
- Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
- Eva Indriðadóttir, fyrrverandi formaður Ungra jafnaðarmanna.
- Eva Magnúsdóttir, fyrrverandi formaður fræðslunefndar í Mosfellsbæ og fyrrverandi varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
- Eva Margrét Kristinsdóttir, fv. varabæjarfulltrúi og fv. formaður ungra jafnaðarmanna á Seltjarnarnesi.
- Eva Pandora Baldursdóttir, fráfarandi þingmaður og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
- Eydís Ásbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi Fjarðalistans í Fjarðabyggð.
- Eydís Bára Jóhannsdóttir, formaður Framsóknarfélags Húnaþings vestra.
- Eydís Blöndal, önnur varaþingkona VG í Reykjavík suður.
- Eygló Björg Jóhannsdóttir, formaður kjördæmasambands framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi.
- Fanndís Birna Logadóttir, varamaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands og meðstjórnandi Röskvu, samtök félagshyggjufólk innan Háskóla Íslands
- Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmálaráðgjafi og meðlimur í Samfylkingunni
- Fríða Matthíasdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Sjálfstæðisflokkurinn.
- Fríða Rós Valdimarsdóttir, fyrrverandi frambjóðandi Kvennalistans.
- Fríða Stefándóttir, Bæjarfulltrúi í Sandgerði fyrir Samfylkinguna
- Geirlaug Jóhannsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í Borgarbyggð, Samfylking
- Gerður Jónsdóttir stofnfélagi í Miðflokknum. Fyrrverandi formaður Landssambands framsóknarkvenna, fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknar á Akureyri
- Gerður Pálsdóttir fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar, Samfylkingin
- Greta Björg Egilsdóttir varaborgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina og nú síðast á lista Miðflokksins
- Gréta Ingþórsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina
- Guðlaug Svala S Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Björt framtíð Hafnarfirði
- Guðný Aradóttir, varabæjafulltrúi í Kópavogi ’94-’98 fyrir Alþýðubandalagið og síðan virk í samfylkingingu eftir það.
- Guðný Birna, Samfylkingunni, bæjarfulltrúi Reykjanesbæ
- Guðný Guðbjörnsdóttir, fv. þingkona Kvennalista /Samfylkingar.
- Guðný Hildur Magnúsdóttir, VG, fyrrverandi formaður VG á Vestfjörðum og núverandi stjórnarkona VG á Vestfjörðum
- Guðný Ljósbrá Hreinsdóttir viðburðarstjóri Röskvu samtök félagshyggjufólks innan Háskóla Íslands
- Guðrún Ágústa þórdísardóttir fyrrverandi varaþingmaður Pírata
- Guðrún Ágústsdóttir, aðal-eða varaborgarfulltrúi frá 1978-1999. Forseti borgarstjórnar frá 1994-1999. VG
- Guðrún Arna Kristjánsdóttir, fyrrverandi varabæjarfulltrúi Garðabæ, Samfylkingin
- Guðrún Birna le Sage, fyrrverandi formaður Hallveigar, Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík
- Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn
- Guðrun Erla Geirsdottir ein af stofnendum Kvennaframboðsins og Samfylkingarinnar og fyrverandi varaborgarfulltr
- Guðrún Inga Ingólfsdottir, hagfræðingur og fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins
- Guðrún Íris Valsdóttir, Fyrrverandi bæjarfulltrúi Fjarðalistans í Fjarðabyggð
- Guðrún Jóna Jónsdóttir, fyrrum forman Ungra jafnaðarmanna
- Guðrún Katrín fyrrverandi flokkstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi bæjarstjótnarmaður á Seyðisfirði fyrir Samfylkinguna.
- Guðrún M. Ó. Steinunnardóttir. Fyrrverandi bæjarfulltrúi Fjarðalistans í Fjarðabyggð.
- Guðrún Ögmundsdóttir, fv. Borgarfulltrúi R lista, fv. Alþingismaður Kvennalista og Samfylkingar
- Guðveig Eygloardottir oddviti Framsóknar í sveitarstjórn Borgarbyggðar.
- Gyða Dröfn Hjaltadóttir, formaður Ungra vinstri grænna
- Gyða R. Stefánsdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn
- Hafdís Gunnarsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi og formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ.
- Halla B. Þorkelson, fv. Formaður Samfylkingarinnar í Grafarvogi
- Halla Björk Reynisdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi Akureyri
- Halla Gunnarsdóttir fyrrverandi formaður Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík
- Halla Gunnarsdóttir, varaþingmaður VG
- Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins
- Halla Sigríður Steinólfsdóttir varaoddviti í sveitarstjórn Dalabyggðar og í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
- Halldóra Baldursdóttir, Fulltrúi gæðamála OR, Miðflokkurinn.
- Halldóra Jónasdóttir, einkaþjálfari og flugkona, virk Pírata og frambjóðandi í SV fyrir Pírata 2017.
- Halldóra Mogensen – þingkona Pírata
- Hanna Birna Kristjánsdóttir, fv ráðherra og borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins
- Hanna Bjartmars Arnardóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar
- Heiða Björg Hilmisdóttir, Varaformaður og borgarfulltrúi, Samfylkingin
- Helena Stefánsdóttir, Pírötum
- Helga Dögg Björgvinsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna
- Helga Vala Helgadóttir, þingman Samfylkingarinnar.
- Henný Hinz Samfylkingu
- Herdís Anna Þorvaldsdóttir, varaborgarfulltrúi og varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn
- Herdís Hjörleifsdóttir, 7 sæti í Miðflokknum í Suðurkjördæmi
- Herdís Sigurjónsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ
- Hildur Friðriksdóttir, VG.
- Hildur Helga Gísladóttir formaður Kjördæmissambands framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi
- Hildur Karen Sveinbjarnardóttir, Sjálfstæðisflokki
- Hildur Knútsdóttir, fyrrv. varaþingmaður VG.
- Hildur Margrétardóttir, formaður Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ og 2. varabæjarfulltrúi
- Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður, Sjálfstæðisflokki
- Hildur Þórisdóttir, varabæjarfulltrúi L- lista á Seyðisfirði og formaður Samfylkingar á Seyðisfirði.
- Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir varabæjarfulltrúi Fjarðalistans í Fjarðabyggð
- Hjördís Ýr Johnson Sjálfstæðisflokki Bæjarfulltrúi og formaður Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs
- Hólmfríður Bjarnadóttir Pírati
- Hólmfríður Garðarsdóttir, aðgerðarsinni víða, m.a. í Samfylkingu og með Kvennalista
- Hólmfríður Þórisdóttir stjórn Miðflokksins
- Hrefna Guðmundsdóttir, Björt framtíð, á lista bæði í sveitastjórnar- og alþingiskosningum
- Hreindís Ylva Garðarsd. Holm, VG
- Hulda Sigrún Guðmundsdóttir Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins Fjarðabyggð
- Ída Finnbogadóttir, varaformaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík
- Iðunn Garðarsdóttir, Vinstri græn.
- Ilmur Kristjánsdóttir, varaborgarfulltrúi í reykjavík fyrir Bjarta framtið
- Inga Auðbjörg Straumland, fyrrverandi varaformaður ungra jafnaðarmanna
- Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, Samfylkingunni
- Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, aðstoðarmaður ráðherra. Sjálfstæðisflokki.
- Inga María Hlíðar Thorsteinson, Sjálfstæðisflokkurinn
- Inga Sæland þingmaður og formaður Flokks fólksins
- Inga Þyri Kjartansdóttir fv framkvæmdastjóri Landssambands Framsóknarkvenna, í miðstjórn og varamaður í kjördæmisráði Framsóknarflokks í SV.
- Ingibjörg Ingvadóttir, Framsóknarflokki
- Ingibjörg Óðinsdóttir, fyrrv. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
- Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri – Framsóknarflokkurinn
- Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, Framsóknarflokki
- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennaframboði, Kvennalista, Reykjavíkurlista og Samfylkingu
- Ingibjörg Stefánsdóttir, í stjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík, fv, varaformaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og varamaður í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar. Fyrrverandi starfskona Kvennalistans.
- Ingibjörg Þórðardóttir, varaþingmaður og alls konar, VG
- Íris Árnadóttir varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði
- Isabel Alejandra Díaz, miðstjórn Ungra jafnaðarmanna og stjórnarmeðlimur Röskvu, samtök félagshyggjufólks innan Háskóla Íslands.
- Jasmina Crnac, Oddviti Bjarta framtíðar í Suðurkjördæmi. Einnig fulltrúi velferðarnefndar í Reykjanesbæ fyrir A-lista
- Jenný Heiða Zalewski, varaformaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar.
- Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins
- Johanna Van Schalkwyk, fyrrum bæjarfulltrúi fyrir L-listann, Grundarfirði
- Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík suður.
- Jóna Björg Hlöðversdóttir VG
- Jóna Björg Sætran, 4 á lista Framsóknar- og flugvallarvina, númer 5 á lista Framsóknarflokksins til alþingiskosinga 2017
- Jóna Sæmundsdóttir, bæjarfulltrúi Garðabær Sjálfstæðisflokki
- Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar.
- Jónína Erna Arnardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn
- Jónína Holm bæjarfulltrúi N listans sem er þverpólitískt framboð í Garði.
- Jónína Rós Guðmundsdóttir fyrrum þingkona Samfylkingarinnar
- Jónína Sigurðardóttir, Stjórnarmaður í Heimdalli og oddviti Vöku félags lýðræðissinnaðra stúdenta á Menntavísindasviði – Sjálfstæðisflokkurinn
- Jónína, A. Sanders, fv. formaður bæjarráðs og fv. stjórnarmaður í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, Sjálfstæðisflokkurinn
- Jórunn Einarsdóttir fyrrum bæjarfulltrúi og varaþingmaður VG
- Júlía Margrét Einarsdóttir, fyrrverandi formađur ungra jafnađarmanna í Reykjavík
- Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
- Karólína Helga Símonardóttir, fv. Varaþingkona Bjartrar framtíðar, formaður Íþrótta og tómstundanefndar Hafnarfjarðar. Sinni ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Bjarta framtíð.
- Katla Hólm Þórhildardóttir Píratar
- Katrín Ósk, varaþingmaður Sjálfstæðisflokkins í SV, varaformaður Stefnis félag ungra í Hafnarfirði og oddviti Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við HÍ.
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Borgarahreyfingarinnar.
- Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, Samfylkingin
- Kolbrún Halldórsdóttir fv. þingmaður og ráðherra VG
- Kolbrún Jóna Pétursdóttir, bæjarfulltrúi Beinnar Leiðar Reykjanesbæ.
- Kristbjörg Þórisdóttir varaþingkona Framsóknarflokksins.
- Kristín Elfa Guðnadóttir, ráðsfulltrúi Pírata hjá Reykjavíkurborg.
- Kristín María Birgisdóttir formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar, Lista Grindvíkinga
- Kristín Sævarsdóttir varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi
- Kristin Sigfusdottir i flokksraði VG, fyrrum bæjarfulltrui VG i bæjarstjorn a Akureyri.
- Kristín Sigurgeirsdóttir varabæjarfulltrúi Akranesi BF.
- Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Kristín Traustadóttir varaþingmaður, Sjálfstæðisflokki
- Kristín Þóra Kjartansdóttir, fyrrverandi nefndarfulltrúi VG Akureyri
- Kristjana Louise Friðbjarnardóttir Varamaður í stjórn SUF
- Lára Björg Björnsdóttir, VG.
- Laufey Elísabet Gissurardóttir, fjölskyldunefnd á Seltjarnarnesi, Samfylking
- Laufey Líndal Ólafsdóttir, meðlimur í bráðabirgðastjórn Sósíalistaflokks Íslands.
- Líf Magneudóttir – borgarfulltrúi vinstri grænna og forseti borgarstjórnar
- Lilja Alfreðsdóttir, alþingiskona og varaformaður Framsóknarflokksins
- Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, stjórn ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.
- Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir. Varaþingkona Framsóknar og stjórnarmeðlimur SUF
- Linda Hrönn Þórisdóttir, formaður Landssambands Framsóknarkvenna
- Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins
- Lìsbet Harðardóttir, Samfylking
- Lovísa Rósa Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar á Hornafirði, Sjálfstæðisflokki
- Margrét Erla Þórsdóttir, viðburðastýra UVG
- Margrét Frímanns, Samfylking
- Margrèt Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Samfylkingin.
- Margrét Gísladóttir, fyrrv. aðstoðarmaður utanríkisráðherra og fyrrv. ráðgjafi forsætisráðherra Framsókn
- Margrét Guðjónsdóttir formaður bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar, Sjálfstæðisflokki.
- Margrét Jómundsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og Óháðra Bolungarvík.
- Margrét Júlía Rafnsdóttir, Bæjarfulltrúi í Kópavogi
- Margrét K. Sverrisdóttir fv. varaþingmaður Frjálslynda flokks og síðar borgarfulltrúi Samfylkingar.
- Margrét Kristín Helgadóttir, Fyrrverandi bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í bæjarstjórn Akureyrar.
- Margrét Kristmannsdóttir – á lista Samfylkingarinnar
- Margrét Lind Ólafsdóttir – bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar
- Margrét M. Norðdahl, varaborgarfulltrúi í Reykjavík, Samfylkingin
- Margrét Pétursdóttir stjórnarkona í VG
- Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar.
- María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi, FÓLKIÐ- í bænum, Garðabæ
- Maria Hjalmarsdottir varaþingmaður samfylkingarinnar í Norðaustur kjördæmi
- María Júlía Rúnarsdóttir, Framsókn
- María Pétursdóttir, Sósíalistaflokkur Íslands
- Marta Sigurðardóttir. Bæjarfulltrúi í Grindavík. Samfylkingin.
- Marzibil S. Sæmundardóttir fyrrverandi varaborgarfulltrúi S
- Nanna Hermannsdóttir, Röskvuliði og formaður sviðsráðs félagsvísindasviðs við HÍ.
- Nanna Kristín Tryggvadóttir, varamaður í miðstjórn, Sjálfstæðisflokki
- Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar
- Nichole Leigh Mosty Formaður hverfisráðs Breiðholts og fyrrum þingmaður Bjartar framtíðar
- Nikólína Hildur Sveinsdóttir – alþjóðaritari Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar.
- Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
- Oddný Sturludóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Oktavía Hrund Jónsdóttir, 1. varaþingkona Pírata suðvestur og stjórnarformaður Evrópskra Pírata
- Ólína Freysteinsdóttir, Fjölskyldufræðingur, Samfylkingin
- Ólöf Pálína Úlfarsdóttir fyrrum varaþingmaður Framsóknar
- Pálína Jóhannsdóttir Samfylking
- Pálína Margeirsdóttir bæjarfulltrúi Framsóknar, Fjarðabyggð.
- Pálmey Gísladóttir formaður Dögunnar
- Ragna Ívarsdóttir. Nefndir, stjórnir og skrifstofustörf, Framsóknarflokkurinn
- Ragna Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
- Ragnheiður Elín Árnadóttir, fv. þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins
- Ragnheiður Hergeirsdóttir f.v. bæjarstjóri og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Árborg.
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir fv. þingmaður og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins
- Ragnheiður S. Dagsdóttir. Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi.
- Ragnhildur Vigfúsdóttir Kvennalista og síðar Samfylkingin
- Rakel Dögg Óskarsdóttir Framsókn og flugvallarvinir.
- Rakel Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Akranesi, Sjálfstæðisflokki
- Rannveig Ernudóttir fyrrum ritari Pírata og núverandi vararitari Pírata, frambjóðandi með Pírötum 2017
- Rannveig Guðmundsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi, alþingismaður og ráðherra
- Rósa Guðbjartsdóttir formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, Sjálfstæðisflokki.
- Rósanna Andrésdóttir, Samfylkingunni
- Sabine Leskopf, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Sæunn Stefánsdóttir, fyrrum ritari og þingmaður Framsóknarflokksins
- Sandra Dís Hafþórsdóttir Sjálfstæðisflokki, forseti bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Árborg
- Sandra Rán Ásgrímsdóttir, formaður Sambands ungra Framsóknarmanna
- Sanna Magdalena Mörtudóttir, varaformaður bráðabirgðarstjórnar Sósíalistaflokks Íslands
- Sanna Magdalena Mörtudóttir, varaformaður bráðabirgðarstjórnar Sósíalistaflokks Íslands
- Sara Dögg Svanhildardóttir formaður jafnréttisnefndar Viðreisnar
- Sara Oskarsson varaþingmaður Pírata.
- Sara Stef. Hilmarsdóttir, VG
- Sema Erla Serdar. Fyrrv. formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og fyrrv. formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi.
- Sesselja Traustaóttir, VG – fv. Formaður VGR.
- Sif Huld Albertsdóttir, varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Ísafjarðarbæ.
- Sif Jóhannesdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Norðurþingi, VG
- Sigríður Arndís Jóhannesdóttir, Stjórn Samfylkingarinnar í RVK og á lista 2017
- Sigríður Elva Konráðsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi
- Sigríður Erla Sturludóttir, 2. Varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna
- Sigríður Gísladóttir, formaður VG á Vestfjörðum.
- Sigríður Huld Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri.
- Sigríður Indriðadóttir, forseti bæjarstjórnar á Akranesi, Sjálfstæðisflokki
- Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrrv. þingkona Samfylkingarinnar
- Sigríður Lillý Baldursdóttir, Í grasrót Kvennalistans. Sat fyrir samtökin í ýmsum nefndum, ráðum, stjórnum og á þingi sem varaþingkona.
- Sigríður M Guðjónsdóttir Bæjarfullltrúi Fjarðslistans í Fjarðabyggð
- Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður og stjórnarmeðlimur Viðreisnar.
- Sigríður Pétursdóttir VG, formaður hverfisráðs Kjalarness
- Sigríður Sigmarsdóttir Sjálfstæðisflokkur
- Sigríður Sólveig, grasrótin, Sjálfstæðisflokkurinn
- Sigríður Stefándóttir, fv, bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar á Akureyri og fyrrverandi stjórnarmaður í Sambandi ísl. sveitarfélaga
- Sigrún Björk Jakobsdóttir, Sjálfstæðisflokki. Fv. Bæjarfulltrúi og Bæjarstjóri á Akureyri.
- Sigrún Blöndal bæjarfulltrúi L-listans á Fljótsdalshéraði og formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi
- Sigrun Edda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Seltjarnarnesi, Sjálfstæðisflokkur.
- Sigrún Gísladóttir Bates Miðflokkur. Fyrrum varaþingmaður Framsóknar á Suðurlandi.
- Sigrún H Pálsdóttir, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar
- Sigrún Jonný Óskarsdóttir, útgáfustjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna og fyrrverandi varaformaður Heimdallar.
- Sigrún Jónsdóttir fyrrverandi framkvæmdastýra Samfylkingarinnar og fyrrv. bæjarfulltrúi í Kópavogi
- Sigrún Ríkharðsdóttir, framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar.
- Sigrún Skaftadóttir fyrrum Feminist Network Coordinator fyrir Young European Socialist, fyrrum alþjóðaritari Ungra Jafnaðarmanna og núverandi stjórnarmaður í kvennahreyfinu Samfylkingarinnar.
- Sigurbjörg Ásta Ólafsdóttir stjórnarmeðlimur Röskvu samtök félagshyggjufólks innan Háskóla Íslands
- Sigurborg Ósk Haraldsdóttir – ráðsfulltrúi Pírata hjá Reykjavíkurborg
- Sigurlaug Gissurardóttir, fyrrv. bæjarfulltrúi Framsóknar í Sv. Hornafirði.
- Sigurþóra Bergsdóttir, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi
- Silja Dōgg Baldursdóttir bæjarfulltrúi á Akureyri L- listinn
- Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins
- Silja Jóhannesdóttir – stjórnarmeðlimur í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar
- Silja Rán Arnarsdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn
- Silja Snædal Drífudóttir, fyrrverandi alþjóðaritari UVG og varamaður í stjórn VG í Reykjavík
- Sirry Hallgrímasdóttir, varaformaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna
- Sjöfn Kristjánsdóttir, Samfylling í ýmsum stjórnum og ráðum
- Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, Vinstri græn
- Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna
- Sólveig Anna Jónsdóttir, Sósíalistaflokki Íslands
- Sólveig Guðjónsdóttir 3 sæti miðflokkur suðurkjör
- Sólveig Skaftadóttir -stjórnarmeðlimur í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar
- Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar
- Steinunn Rögnvaldsdóttir, fyrrverandi formaður Ungra vinstri grænna.
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi Borgarstjóri og þingkona Samfylkingar.
- Steinunn Ýr Einarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar
- Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona VG
- Sunna Ella Isebarn Róbertsdóttir, Samfylkingin.
- Sunna Gunnars Marteinsdóttir, fv. framkvæmdastjóri þingflokks Framsóknar og aðstoðarmaður ráðherra
- Sunna Rós Víðisdóttir, fv. formaður framkvæmdaráðs Pírata- Píratar
- Sunna Snædal, varakona í Velferðarráði, VG
- Svala Jónsdóttir, Samfylkingu
- Svala Jónsdóttir, varamaður í nefnd fyrir VG
- Svandís Svavarsdóttir formaður þingflokks VG
- Svanfríður Jónasdóttir, fyrrv. þingmaður Samfylkingar og bæjarstjóri.
- Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, Sjálfstæðisflokki
- Svava H Friðgeirsdóttir fyrrverandi formaður kjördæmisráða Framsóknarflokksins í Reykjavík og Norðvestur. Auk annarra trúnaðarstarfa fyrir Framsóknarflokkinn
- Svava Lárusdóttir bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Seyðisfirði
- Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi, fyrrv oddviti Framsóknar og flugvallarvina, varaþingmaður Framsóknar, Formaður Landssambands Framsóknarkvenna.
- Tanja Rún Kristmannsdóttir, varaformaður Sambands ungra framsóknarmanna
- Theodóra S. Þorsteinsdóttir – formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar og fyrrum þingmaður Bjartrar framtíðar.
- Tinna Dögg Guðlaugsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs og fv. Varaþingmaður
- Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri til 12 ára, formaður Félags verslunar og skrifstofufólks Akureyri í 10 ár. Miðstjórn ASÍ og stjórn LÍV.Stofnfélagi í Miðflokknum, áður í Framsókn.
- Una Hildardóttir, gjaldkeri og 1 varaþingmaður VG í SV
- Una María Óskarsdóttir uppeldis-, menntunar- og lýðheilsufræðingur, 1. varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
- Unnur Brá Konráðsdóttir, fv. forseti Alþingis og varaþingmaður, Sjálfstæðisflokki
- Unnur Lára Brydde, Bæjarfulltrúi Hafnarfirði og formaður Hafnarstjórnar.
- Unnur Tryggvadóttir Flóvenz, fv. varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi og fv. málefnastýra Ungra jafnaðarmanna.
- Unnur Þormóðsdóttir, Sjálfstæðisflokki, formaður bæjarráðs í Hveragerði.
- Vaka Lind Birkisdóttir varaformaður Röskvu samtök félagshyggjufólks innan Háskóla Íslands
- Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna
- Valgerður Björk Pálsdóttir framkvæmdastjór
- Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir, varaformaður UVG
- Valgerður H. Bjarnadóttir, fyrrv. bæjarfulltrúi Kvennaframboðs og síðar Vinstri grænna
- Valgerður Halldórsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði – Samfylking
- Valgerður Sveinsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins
- Vanda Sigurgeirsdóttir, fv. vara- sveitarstjórnarfulltrúi í Skagafirði og fv. Varaborgarfulltrúi í reykjavík, á lista 2017 fyrir Samfylking
- Viktoría Sif-bæjarfulltrúi í Hveragerði, Samfylking
- Vilborg Oddsdóttir Samfylking 5 sæti suður Reykjavík fyrir síðustu Alþingiskosningar
- Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi á Akranesi, Björt framtíð.
- Þóra Elfa Björnsson í undirbúningsnefnd Eldri vinstri grænna
- Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, Vinstri Græn, fyrrverandi formaður UVG
- Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, ritari stjórnar VG í Reykjavík.
- Þóra Magnea Magnúsdóttir stjórnarmaður í VG, Reykjavík.
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
- Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir aðstoðarmaður félags-og jafnréttismálaráðherra og varaþingmaður Viðreisna
- Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Samfylkingunni
- Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins.
- Þórey Vilhjalmsdottir, fyrrverandi formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna
- Þorgerður Anna Arnardóttir Sjálfstæðisflokkurin
- Þorgerður Jóhannesdóttir, skrifstofustjóri Samfylkingarinnar og fyrrverandi bæjarfulltrúi
- Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viðreisn.
- Þorgerður María Halldórsdóttir fv Sjálfstæðisflokknum
- Þórhalla Rein Aðalgeirsdóttir, fyrrv. formaður UJ í Gbæ og Álftanesi, fyrrv. stjórn Röskvu.
- Þórhildur Hlín ungir jafnaðarmenn
- Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata
- Þórlaug Borg Ágústdóttir, ráðsfulltrúi og fyrrverandi formaður Pírata í RVK
- Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins
- Þórunn María Örnólfsdóttir sit í menningar- og safnanefnd á Akranesi f.h. Bjartrar framtíðar
- Þórunn Pétursdóttir, framkvæmdastjórn Bjartrar Framtíðar
- Þórunn Sif Harðardóttir, stjórn Sjálfstæðisfélags Akureyrar, vararbæjarfulltúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri.
- Þórunn Sveinbjarnardóttir, fv. þingkona Samfylkingar
- Þuríður E. Pétursdóttir bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins á Ísafirði.