Hagfræðideild Landsbankans spáir að verðbólga fari vaxandi á næstu misserum og að hagvöxtur verði 4% að meðaltali næstu þrjú ár sem er töluvert meiri vöxtur en Seðlabankinn og Hagstofan spá.
Þetta kemur fram í þjóðhagspá hagfræðideildarinnar var kynnt í morgun. Í spánni er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 5,5% á þessu ári, studdur kröftugum vexti einkaneyslu, útflutnings og fjárfestingar.
Samkvæmt spánni verður árlegur hagvöxtur á tímabilinu um 4% að meðaltali, sem er mun kröftugri vöxtur en reiknað er með í flestum þróuðum ríkjum á komandi árum. Spá Seðlabankans gerir ráð fyrir 3% meðalhagvexti á tímabilinu en spá Hagstofunnar 3,3% vexti.
smari@bb.is