Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að auglýsa skúraröðina við Fjarðastræti á Ísafirði til sölu. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að skúrarnir verði rifnir og byggður nýr klasi á 2-5 hæðum þar sem íbúðarturnar rísa upp úr lægri byggingum sem hýsa verslun/þjónustu og bílageymslur að norðanverðu.
Í minnisblaði Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjórna umhverfis- og eignasviðs, til bæjarráðs er lagt til að skúrarnir verði seldir með kvöðum um niðurrif og upphaf framkvæmda innan ákveðins frests.
smari@bb.is