Meistaraflokkar Vestra í blaki fengu Hamar frá Hveragerði í heimsókn á helginni  og seint verður hægt að segja að gestrisnin hafi verið í hávegum höfð. Kvennaliðin áttust við kl. 11:00 á laugardag og marði Vestri sigur í 5 hrinu leik, Vestri tapaði fyrstu og þriðju hrinu og landaði svo sigrinum í oddahrinu. Kvennaliðið hefur nú unnið fjóra leiki en tapað þremur.

Meistaraflokkur kvenna í blaki

Karlaliðið lagði Hamar svo sannfærandi að gestirnir sáu aldrei til sólar og þar með náði Vestri sínum fyrsta sigri og vonandi sama sigurtaktinum og liðið náði í fyrra. Nýr leikmaður Vestra Mateuz Klóska var sannarlega betri en enginn og þeir bræður Eydal, Birkir og Kári eru ansi liprir í móttökunni. Þjálfari liðsins Tihomir Paunovski er meiddur og í hans stað spilaði Hafsteinn Már Sigurðsson upp af stakri snilld.

Þess má geta að í karlaliðinu voru feðgar, Sigurður Hreinsson og Hafsteinn sonur hans, og tvenn pör bræðra, þeir Sigurður og Kjartan Kristinssynir og Birkir og Kári Eydal. Og í kvennaliði Vestra voru mæðgurnar Petra Dröfn og Sóldís Björt frá Suðureyri.

bryndis@bb.is

DEILA