Á föstudaginn var skrifað undir áframhaldandi styrktarsamning á milli knattspyrnudeildar Vestra og S.Helgason. S.Helgason, áður Sólsteinar, hafa verið einn af stærstu styrktaraðilum deildarinnar frá 2009 þegar þeir hófu að styrkja deildina.
Á föstudag var líka gert samkomulag við Sólon Breka Leifsson um að hann spili með Vestra á næsta tímabili en hann spilaði með Vestra sumarið 2016.
Með fréttinni má sjá viðtal við Bjarna Jóhannsson þjálfara meistaraflokks karla.
bryndis@bb.is