Í síðustu viku stóðu bæjarstjórnir Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps fyrir opnu námskeiði fyrir íbúa um þátttöku í sveitarstjórnum en það var Ráðrík ehf sem stóð fyrir skipulaginu. Námskráin var fjölbreytt og miðaði að því að leiðbeina og styrkja íbúa til að taka þátt í störfum sinna sveitarfélaga. Að sögn Gerðar Bjarkar Sveinsdóttur, verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar heppnaðist námskeiðið mjög vel og þátttak framar björtustu vonum. „Inntakið var „Þátttaka í sveitarstjórnum“ en það nýtist vel, hvort sem áhugi er á beinni þátttöku eða einfaldlega til að öðlast betri skilning á því í hverju þátttaka felst.  Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur stóðu saman að námskeiðinu sem tók um fjóra tíma. Boðið var uppá léttan kvöldverð og var námskeiðinu skipt upp í fyrirlestra, stutt verkefnum og hópefli.„

bryndis@bb.is

DEILA