Bæjarráð Bolungarvíkur tekur jákvætt í ósk umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um að framlengja samning um rekstur Náttúrustofu Vestfjarða um eitt ár. Núgildandi samningur rennur út um áramótin og ekki gefst tími til að endurskoða og gera nýjan samning á þeim stutta tíma sem er eftir af gildistímanum. Bæjarráð bendir á að forsenda fyrir framlengdum samningi sé að fjárframlög ríkisins verði ekki skert frá fyrra ári. Í fjárlagafrumvarpi sem fráfarandi ríkisstjórn lagði fram í haust er gert ráð fyrir rúmlega þriðjungs niðurskurði á framlögum ríkisins til Náttúrustofunnar.
smari@bb.is