Föstudagur 18. apríl 2025

Of dýrt að fá afleysingaskip

Auglýsing

Ekki kemur til greina að fá afleysingaskip fyrir ferjuna Baldur vegna kostnaðar að sögn Gunnlaugs Grettissonar framkvæmdastjóra Sæferða. Bilun kom upp í aðavél Baldurs í síðustu viku og líklegt að viðgerð ljúki ekki fyrr en eftir áramót. Á vef RÚV er haft eftir Gunnlaugi að styrkur Vegagerðarinnar standi ekki undir kostnaði við afleysingaskip, sem hefði líkega verið 2,5 milljónir kr. á dag. Gunnlaugur bendir á að tilfelli Herjólfs séu annarsskonar þar sem Herjólfur er í eigu ríkisins. Þegar Herjólfur fer í slipp þá útvegar Vegagerðin eða ríkið varaskip. Gunnlaugur segir að samkvæmt samningi Sæferða við Vegagerðina beri ekki að taka skip á leigu sem kostar þrisvar til fjórum sinnum meira í dagsiglingu en fyrirtækið fær fyrir siglingu Baldurs.

smari@bb.is

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir