Ný póstnúmer í dreifbýli

Pósturinn mun gera breytingar á póstnúmerum landsins frá og með næstu mánaðamótum. Í tilkynningu segir að breytingarnar feli í sér að sérstakt póstnúmer verði tekið upp á svæðum í dreifbýli sem áður féllu undir sama póstnúmer og næsti þéttbýliskjarni. Hægt verði að þekkja flest nýju póstnúmerin á því að síðasta talan í þeim hækkar um einn.

Í tilkynningu segir:

„Til útskýringar þá mun póstnúmerið 690 Vopnafjörður áfram gilda fyrir póst sem sendur er til fólks og fyrirtækja í þéttbýlishluta sveitarfélagsins en dreifbýli við Vopnafjörð fær póstnúmerið 691.  Annað dæmi um breytingar er póstnúmerið 116 Reykjavík, öðru nafni Kjalarnes, en það náði til allra sveitabæja frá Esjurótum út í Tíðarskarð sem og yfir þéttbýlið á Kjalarnesi. Eftir breytinguna verður dreifbýlið á svæðinu með póstnúmerið 162 Reykjavík en þéttbýlið með 116 Reykjavík eins og áður.

Breytingarnar munu ekki hafa áhrif á dreifingu pósts og mun póstur berast til viðtakenda jafnvel þótt eldra póstnúmer sé ritað við heimilisfang. Íbúar á svæðum sem breytingarnar taka til þurfa ekki að uppfæra opinberar heimilisfangsskráningar þar sem Pósturinn mun tilkynna um breytingarnar beint til Þjóðskrár. Sjálfsagt er þó að biðja fólk og fyrirtæki um að uppfæra vefsíður og fleira slíkt ef tilefni er til og benda sendendum pósts á að nota rétt póstnúmer. Nýju póstnúmerin taka, sem áður sagði, gildi þann 1. desember 2017 næstkomandi.

Ný póstnúmer á Vestfjörðum eru:

 

Póstnúmer frá  1. desember 2017 Staður/áritun Póstnúmer fyrir Staður/áritun
       
381 Reykhólahreppur 380 Reykhólahreppur
416 Bolungarvík 415 Bolungarvík
421 Súðavík 420 Súðavík
426 Flateyri 425 Flateyri
431 Suðureyri 430 Suðureyri
461 Tálknafjörður 460 Tálknafjörður
466 Bíldudalur 465 Bíldudalur
511 Hólmavík 510 Hólmavík

 

 

DEILA